Leikdeild Eflingar frumsýnir, Í beinni, annað kvöld á Breiðumýri

0
279

Annað kvöld, föstudagskvöldið 21. mars kl. 20:30 verður leikritið, Í beinni, eftir Hörð Þór Benónýsson með tónlist eftir Jaan Alavere frumsýnt á Breiðumýri. Verkið var samið sérstaklega fyrir Eflingu en hún er um þessar mundir 110 ára. Leikstjóri sýningarinnar er Jenný Lára Arnórsdóttir sem er Eflingarmönnum að góðu kunn frá fyrri tíð. Hún lék með leikdeildinni hér á árum áður og er komin heim frá námi í London útskrifuð sem leikari og leikstjóri. Tónlistarstjórn í verkinu er á höndum þeirra Jaans Alavere og Péturs Ingólfssonar. 641.is leit við á æfingu í vikunni.

Freydís Anna Arngrímsdóttir og Jón Friðrik Benónýsson í hlutverkum sínum.
Freydís Anna Arngrímsdóttir og Jón Friðrik Benónýsson í hlutverkum sínum.

Að venju taka fjölmargir þátt í verkinu bæði gamalreyndir leikarar hjá félaginu í bland við minna reynda og þó nokkra sem eru að stíga sín fyrstu skref á sviði. Leikarar eru 25 + 4 manna hljómsveit auk þeirra fjölmörgu sem koma að sýningunni með öðrum hætti.

Á útihátíð
Á útihátíð

Verkið er samtímaverk sem gerist á einum sólarhring um verslunarmannahelgina á hinum ýmsu stöðum á landinu, auk þess sem beinar útsendingar frá útvarpsstöðinni FM 101 eru í gangi. Má segja að verkið sé gamandrama þar sem m.a. er fjallað á grátbroslegan hátt um fréttamat nútímans, auk þess sem skyggnst er nánar í fjölskyldulíf nokkurra persóna.

2009-12-20 00.38.34
Tandri og Gunna flytja fréttir í beinni útsendingu á FM 101

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að venju verða kvenfélagskonur með kaffi og vöfflur á sýningum. Einnig býður Dalakofinn upp á sérstakt leikhústilboð í samstarfi við Eflingu þar sem hægt er að fá saman í pakka mat og leikhúsmiða. Af þessu má sjá má að leiksýning sem þessi hefur margvíslegs áhrif inn í sveitarfélagið.

Miðapantanir eru í síma 618-3945 eða á leikdeild@leikdeild.is

Facebooksíða Leikdeildar Eflingar