Leikdeild Eflingar boðar til fundar á mánudagskvöld

Fanney Vala Arnórsdóttir ráðin leikstjóri

0
240

Leikdeild Eflingar boðar til fundar um vetrarstarfið mánudagskvöldið 6. nóvember kl. 20:30 á Breiðumýri. Búið er að ráða Fanneyju Völu Arnórsdóttur til að leikstýra og stefnt á að hefja æfingar í janúar. Ekki er endanlega búið að velja verk og verður það ekki gert fyrr en búið er að kanna áhuga þátttakenda.

Allir sem hafa áhuga á að taka þátt og starfa með leikdeildinni eru beðnir um að mæta á fundinn eða hafa samband við leiknefnd.

 

Verið velkomin, hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Leiknefnd Eflingar,
Freydís Anna Arngrímsdóttir
Járnbrá Björg Jónsdóttir
Hörður Þór Benónýsson