Landvernd kærir byggingaleyfi tveggja hótela í Mývatnssveit

Bæði hótelin tilbúin og starfsemi hafin í þeim báðum

0
348

Landvernd hefur kært byggingarleyfi fyrir byggingu bæði Hótels Laxár frá árinu 2013 og viðbyggingu við Sel-Hótel frá árinu 2014, til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Bæði húsin eru tilbúin og starfsemi hafin í þeim báðum. Sömuleiðis er kært vegna þriggja starfsmannahúsa sem voru byggð við Hótel Laxá á síðasta ári. Frá þessu segir á ruv.is

Að mati lögfræðings Skútustaðahrepps er það ótrúverðugt að Landvernd hafi ekki verið kunnugt um byggingu og starfsemi Hótels Laxár síðastliðið þrjú og hálft ár.

Skólphreinsimál eru fyrirferðarmikil í báðum kærum. Þó svo að þriggja þrepa skólphreinsistöð sé við Hótel Laxá, þá segir Landvernd að hún hafi ekki hlotið umfjöllun hjá Skipulags- eða Umhverfisstofnun og því sé það óljóst hverju hún skili. Slík hreinsun er ekki við nýju starfsmannahúsin. Í svipuðum dúr er fjallað um Sel-Hótel, þar sem gerð er krafa um umhverfismat á hreinsistöð og að Umhverfisstofnun fjalli um hreinsibúnaðinn sjálfan. Í báðum kærum er þess krafist að byggingarleyfi verði fellt úr gildi.

Sel Hótel

Sel-Hótel er í eigu Yngva Ragnar Kristjánssonar, oddvita sveitarstjórnar í Skútustaðahreppi og sömuleiðis á sveitarfélagið sjálft 2,2 prósent hlut í félaginu sem rekur hótelið.

Nánar á ruv.is