Lagt til að starfssemi Þingeyjarskóla verði á Hafralæk

0
95

159. sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar, sem var aukafundur, fór fram í Kjarna á Laugum í dag. Einungis eitt mál var á dagskrá fundarins en það var framtíðarskipulag Þingeyjarskóla.

Frá sveitarstjórnarfundinum í dag.
Frá sveitarstjórnarfundinum í dag.

Áður en gengið var til dagskrár lýsti Árni Pétur Hilmarsson sig vanhæfan í málinu þar sem hann er aðstoðarskólastjóri  Þingeyjarskóla. Hlynur Snæbjörnsson  lýsti sig hugsanlega vanhæfan í málinu þar sem deildarstjóri Krílabæjar er mágkona hans.

 

 

Arnór Benónýsson lýsti sig vanhæfan í málinu þar sem aðstoðarskólastjóra Þingeyjarskóla er mákona hans. Kosið var um hæfi.

Vanhæfi  Hlyns samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa A lista gegn tveimur atkvæðum fulltrúum T lista.
Vanhæfi Arnórs samþykkt með fimm atkvæðum A lista gegn tveimur atkvæðum  fulltrúa T lista.
Vanhæfi Árna Péturs samþykkt samhljóða.

Varamenn tóku sæti, Eiður Jónsson og Nanna Þórhallsdóttir fyrir A lista og Baldvin Kr. Baldvinsson fyrir T lista. Aðalmenn sem töldust vanhæfir yfirgáfu fundinn. Varaoddviti tók við fundarstjórn.

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu frá fulltrúum A lista um framtíðarskipulag Þingeyjarskóla:.

„Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir að grunnskólastig Þingeyjarskóla verði sameinað á eina starfsstöð frá og með 1. ágúst 2015. Sú starfsstöð verði í húsnæði Hafralækjarskóla. Starfsemi tónlistardeilda fylgi grunnskólastiginu. Leikskólinn Krílabær verður við þessa breytingu sjálfstæð stofnun.“

Þá lagði varaoddviti fram tillögu að eftirfarandi málsmeðferð:

„Sveitarstjórn samþykkir að vísa framkominni tillögu til Fræðslunefndar og skólaráðs Þingeyjarskóla til umsagnar og óskar þess að umsögnin berist eigi síðar en 15. desember.“

Fulltrúar T lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

 „Við fulltrúar T lista lýsum yfir furðu á því að jafn viðamikilli tillögu sem hefur mikil áhrif í sveitarfélaginu skuli ekki fylgja greinargerð þar sem skýrt er með rökum á hverju tillagan byggist.  Þetta er að okkar mati óásættanleg stjórnsýsla sem hér er viðhöfð af hálfu meirihluta sveitarstjórnar.“

Þá lagði T listi fram eftirfarandi breytingartillögu:

„Lagt er til að framkominni tillögu verði vísað til Fræðslunefndar þar sem Fræðslunefnd fari yfir kosti og galla beggja staðsetningarkosta og í framhaldinu leggi fram skriflegt rökstutt mat á þessum kostum báðum þar sem allir þættir eru skoðaðir og greindir.“

 

Breytingartillaga T-Listans var felld með atkvæðum meirihlutans. Fyrri tillaga um málsmeðferð samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa A lista. Fulltrúar T lista sátu hjá .

T listi lagði fram eftirfarandi bókun:

„Við höfum áhyggjur af að umfjöllun og vinna Fræðslunefndar varðandi framkomna tillögu verði ómarkviss þegar henni er vísað jafnt óljóst áfram og raun ber vitni. Að þessu sögðu er rétt að hafa í huga að Fræðslunefnd kemur heldur ekki til með að hafa greinargerð með tillögunni í sinni umfjöllunarvinnu samkvæmt svörum meirihlutans í umræðum.

 

Nokkrir gestir sátu fundinn og fylgdust með afgreiðslu sveitarstjórnar á málefninu. Tíðindamaður 641.is sat fundinn einnig og muna birta viðtöl við oddvita meiri og minnihluta sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar í kvöld og á morgun.

Sjá fundargerðina hér