Kýrnar á Mánárbakka settar út

0
208

Kýrnar voru settar út í fyrsta sinn á þessu ári, hjá Bjarna Sigurði Aðalgeirssyni bónda á Mánárbakka á Tjörnesi í gær. Að sögn Bjarna var veðrið í gær eins og best verður á kosið fyrir kýrnar, logn, alskýjað og þurrt. Nægt gras er komið á túnin á Mánárbakka enda bar Bjarni áburð á sín tún í maí byrjun og tíðarfarið hefur verðið með afbrigðum gott á Tjörnesi þetta vorið eins og víða í lágsveitum sýslunnar. Að sögn Bjarna hafa kýrnar hans aldrei farið svona snemma út áður og aðeins einu sinni áður hefur vorað það vel á Mánarbakka að kýrna voru settar út 31. maí fyrir þó nokkrum árum síðan. Meðfylgjandi myndir tók Bjarni í gær.

Mánárbakki 2

Mánárbakki 1