Aurora Observatory, í samstarfi við RANNIS og Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, boða til kynningarfundar um Norðurljósarannsóknarstöðina á Kárhóli í Reykjadal í kvöld, mánudagskvöld.

Kynningarfundurinn ber yfirskriftina, Alþjóðlegt vísindasamstarf í Reykjadal og fer kynningarfundurinn fram í félagsheimilinu á Breiðumýri mánudaginn 24. mars kl. 20:00. (ekki 26. mars eins og auglýst var fyrir helgi)