Kynningarfundur á starfsemi Seiglu – miðstöð sköpunar

0
90

Þriðjudaginn 27. október kl. 20:30 verður haldinn kynningafundur á þeirri starfsemi sem hafin er í fyrrum húsnæði Litlulaugaskóla sem lið í mótvægisaðgerðum sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar. Fundurinn er haldinn þar.

Litlulaugaskóli
Litlulaugaskóli

Á fundinum verður farið yfir hlutverk verkefnastjóra, framvindu verkefnisins og þeirri starfsemi sem hafin er í húsnæðinu. Einnig verða umræður um framtíðarsýn starfseminnar og þeim möguleikum sem felast í húsnæðinu sem mynda ramma verkefnisins. Jafnframt verður kynning á greinargerð sem Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga vann um atvinnutækifæri í Þingeyjarsveit í kjölfar íbúafundar á vordögunum. Reinhard Reynisson mun leiða þá umræðu.

Greinagerðina má kynna sér á heimasíðu Þingeyjarsveitar.

Íbúar eru hvattir til að mæta, kynna sér tækifærin sem felast í verkefninu og taka þátt í spennandi umræðu um möguleg tækifæri til atvinnusköpunar til heilla fyrir sveitarfélagið í heild sinni.

Anita Karin Guttesen Verkefnastjóri mótvægisaðgerða.