Kynningarfundir framundan í Seiglu – miðstöð sköpunar

0
74

Föstudaginn 22. janúar kl. 11 verður haldinn kynningarfundur fyrir atvinnurekendur og forstöðumenn stofnanna í sveitarfélaginu á starfsemi sinni, Þekkingarnets Þingeyinga og Versala – auglýsinga og hönnunarfyrirtækis. Áætlað er að kynningin standi í 30-40 mínútur. Að henni lokinni er boðið uppá léttar veitingar. Vinsamlegast látið vita um þátttöku fyrir 21. janúar á netfangið anita@thingeyjarsveit.is.

Litlulaugaskóli haus

Þriðjudaginn 26. janúar kl. 20:30 verður haldinn opinn umræðufundur um atvinnumál í Þingeyjarsveit í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. Íbúar eru hvattir til að mæta og koma með hugmyndir að borðinu til umræðu og úrlausnar.

Verkefnastjóri minnir á greinagerð AÞ þar sem margar áhugaverðar hugmyndir að atvinnusköpun á svæðinu er að geyma. Greinagerðina má nálgast hér.

Anita, verkefnastjóri Seiglu. Facebooksíða Seiglu