Kynningar og samráðsfundur vegna Bjarnarflagsvirkjunar

0
79

Landsvirkjun býður til opins kynningarfundar í Reykjahlíðarskóla í dag kl 16:30. Fulltrúar frá Landsvirkjun munu greina frá undirbúningi og rannsóknum vegna fyrirhugaðar framkvæmda í Bjarnarflagi og mögulegum áhrifum sem tengjast aukinni raforkuframleiðslu á svæðinu.

Skjaldarmerki_Skutustadahrepps

Hörður Arnarson forstjóri landsvirkjunnar setur fundinn og með erindi verða Pálmar Óli Magnússon og Óli Grétar Blöndal Sveinsson frá Landsvirkjun. Árni Einarsson frá Náttúrurannsóknarstöðinni við Mývatn kynnir rannsóknir á lífríki Mývatns og möguleg áhrif framkvæmda vegna Bjarnarflagsvirkjunar á Mývatn. Auk þess sem Björk Guðmundsdóttir og Sigurður Markússon fjalla um möguleg umhverfisáhrif framkvæmdanna. Að erindum loknum verða umræður og fyrirspurnir.

 

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps boðar síðan til íbúafundar með íbúum Skútustaðahrepps, í Reykjahlíðarskóla mánudaginn 13. maí kl: 20:00, vegna hugsanlegra framkvæmda í Bjarnarflagi. Sveitarstjórn hefur óskað eftir að fulltrúar frá Landsvirkjun, Ramý, Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti mæti til fundarins, sitji fyrir svörum og taki þátt í umræðum.

Íbúafundurinn kemur í kjölfar opins upplýsingafundar Landsvirkjunar sem getið er um hér fyrir ofan.