Kvikmyndin Hrútar verður sýnd öll kvöld í Laugabíói í sumar

Frítt inn á allar sýningar

0
378

Íslenska verðlaunakvikmyndin Hrútar sem tekin var upp í Bárðardal 2014-15, verður sýnd í Laugabíói á Laugum alla daga í sumar til 20. ágúst. Myndin verður sýnd klukkan 21:00 og er frítt inn á hana fyrir alla. Sýningar á myndinni hófust 1. júní sl. eða um leið og hótelið opnaði.

“Hugmyndin vaknaði þegar að starfsmaður Framhaldsskólans sýndi okkur salinn. Við sáum tækifæri í því að sýna íslenska kvikmynd með enskum texta og veita þar með gestum hótelsins jákvæða og skemmtilega upplifun. Við erum einnig með frábæran veitingastað sem er opinn frá 18:00 – 22:00 og er því tilvalið að kíkja til okkar í kvöldverð og sjá Hrúta í leiðinni”, sagði Freyr Baldursson hótelstjóri Hótels Lauga í spjalli við 641.is.