Kvikmyndin Hrútar safnar verðlaunum

0
123

Grímur Hákonarson leikstjóri Hrúta hlaut í gær leikstjórnarverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Saint Jean de Luz í Frakklandi. Verðlaunasöfnun Hrútar virðist engan endi ætla að taka en þetta eru sjöundu verðlaunin sem myndin hlýtur. Frá þessu segir á kvikmyndavefnum Klapptré.is

Hrútar mynd

Kvikmyndinn vann um þar síðustu helgi Gullna augað (The Golden Eye) á Kvikmyndahátíðinni í Zurich í Sviss. Þetta voru aðalverðlaunin í flokki alþjóðlegra kvikmynda í fullri lengd en alls tóku 15 myndir þátt í keppninni.

Kvikmyndavefurinn Variety birtir á dögunum hugleiðingar um mögulegar Óskarstilnefningar og telur Hrúta Gríms Hákonarsonar meðal þeirra mynda sem hvað helst koma til greina sem besta myndin á erlendu tungumáli.

Hrútar Variety

 

Variety skiptir hugsanlegum kandídötum uppí líklega og mögulega (Frontrunners og Also in Play). Hrútar er talin líkleg (Frontrunner) í flokknum besta erlenda myndin ásamt myndum á borð við Son of Saul frá Rúmeníu og Mustang frá Frakklandi.

Það er því ekki víst að verðlaunasöfnun Hrúta sé lokið.