Kveikt verður á jólatrénu við Kjarna á sunnudag

0
93

Sunnudaginn 29. nóvember kl 17, verða tendruð jólaljós á jólatrénu við Kjarna. Jólasveinar koma í heimsókn og jólalög verða sungin. Á eftir verður boðið upp á kakó og smákökur í Dalakofanum.

Sungið við jólatréð.
Úr myndasafni

 

Í tilkynningu frá foreldrafélögunum við Þingeyjarskóla segir að allir séu velkomnir ungir sem aldnir.
Hittumst og eigum notalega stund saman í upphafi aðventu.

Foreldrafélögin við Þingeyjarskóla.