Kúkú Campers – A lifetime shit and cake day!

0
133

Íslenska bílaleigan Kúkú Campers sem sérhæfir sig í leigu á breyttum sendiferðabílum, skorar á þá erlendu ferðamenn sem leigja hjá þeim bíla að skella sér í stígvél og keyra út í sveit, þar sem þeir kynnast mr. “shovel” og mr. “Ferguson”, mokað skít og fengið svo köku á viðkomandi sveitabæ að verki loknum. Um þetta má lesa á “The farm day map” vef Kúkú Campers.

The farm day map (skjáskot af vef Kúkú Campers)
The farm day map (skjáskot af vef Kúkú Campers)

A lifetime shit and cake day!

Í lýsingunni á “the farm day map” segir ma. annars að þú getir kynnst herra skólfu og herra Ferguson og fáir í staðinn upplifun sem er engu lík, eða eins og segir á vefnum “a lifetime shit and cake day”.

Á vefsíðu KúKú Campers má finna átta kort af Íslandi sem fyrirtækið selur ferðamönnum og eru þau jafn ólík og þau eru mörg. Kort um kynlíf utandyra, kort fyrir þá sem vilja lifa eins og náttúrubarn í íslenskri víðáttu og fleiri.

Á vef Stundarinnar í dag kemur fram að á einu korti KúKú Campers, sem kallast “The Natural Life Map“, segi að lög á Íslandi leyfa hverjum sem er að borða hvað sem er af landi hvers sem er og eru þá ár og vötn ekki undanskilin. Athygli vekur þó að frá því að frétt Stundarinnar birtist kl 11:00 í dag hefur lýsingunni á því korti verið breytt og nú stendur að það eigi aðeins við um land sem er í eigu ríkisins.

641.is reyndi að ná sambandi við Kúkú-Campers í dag til að spyjarst fyrir um hvaða sveitabæir á Íslandi væru í samstarfi við Kúkú-Campers um skítmokstur fyrir ferðamenn og hvaða kaka væri í boði fyrir þá, en án árangurs.