Kúabændur verðlaunaðir fyrir úrvalsmjólk

0
495

Á deildarfundi Norðausturdeildar MS sem haldinn var í Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd í gær, voru kúabændur úr Eyjafirði og Þingeyjarsýslu verðlaunaðir fyrir að hafa framleitt úrvalsmjólk á árinu 2015. Alls voru 27 framleiðendur heiðraðir.

Verðlaunahafar 2015 Mynd: Garðar Eiríksson
Verðlaunahafar 2015 Mynd: Garðar Eiríksson

Hér að neðan eru kröfur um úrvalsmjólk fyrir árið 2015 og þeir innleggjendur sem framleiddu úrvalsmjólk í Norðaustur-deild allt það ár.

– Mörk fyrir 1. flokk A eru eftirfarandi:
– beint meðaltal líftölu mánaðar þarf að vera undir 25 þús,
– faldmeðaltal frumutölu mánaðarins þarf að vera undir 220 þús.
– engar lyfjaleifar mega finnast í mánuðinum.
– faldmeðaltal frírra fitusýra þarf að vera minna eða jafnt og 1,1 mmol/l
– að öðru leiti þarf mjólk mánaðarins að standast kröfur um 1. flokk.

 

Nöfn Innleggjenda:

Helgi Þórsson / Beate Stormo Kristnesi
Kristín S. Hermannsdóttir Merkigili
Þórir Níelsson/Sara María Torfum
Baldur Lárus Jónsson Stóra Hamri 1
Árni Sigurlaugsson Villingadal
Hlynur Þórsson Akri
Rifkelsstaðir 2 ehf Rifkelsstöðum 2
Sigurgeir Pálsson Sigtúnum
Hermann Ingi Gunnarsson Klauf
Benjamín Baldursson Ytri Tjörnum 2
Gestur Jónmundur Jensson Efri-Dálksstöðum
Jón viðar Þorsteinsson Brakanda
Gunnsteinn Þorgilsson Sökku
Sveinn Kjartan Sverrisson Melum
Urðarbúið Urðum
Árni Sigurður Þórarinsson Hofi
Karl Björnsson Veisu
Glúmur Haraldsson Hólum
Sveinbjörn Þór Sigurðsson Búvöllum
Arndísarstaðir ehf Arndísarstöðum
Ingvar Ketilsson Halldórsstöðum
Félagsbúið Ljósavatni Ljósavatni
Flosi Gunnarsson Hrafnsstöðum
Sigurborg Gunnlaugsdóttir Engihlíð
Sigtryggur Garðarsson Reykjavöllum
Félagsbúið Laxamýri Laxamýri
Steinþór Heiðarsson Ytri-Tungu 1