Kúabændur heiðraðir fyrir úrvalsmjólk

Fækkun milli ára vegna hertra reglna

0
1795
Á deildarfundi Auðhumlu sem haldinn var í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði 22. mars sl. voru 11 kúabændur úr Eyjafirði og Þingeyjarsýslu heiðraðir fyrir framleiðslu á úrvalsmjólk á árinu 2016. Kúabændur frá Kristnesi, Torfum, Villingadal, Akri, Klauf, Melum, Urðum, Böðvarsnesi, Veisu, Búvöllum og Ingjaldsstöðum fengu verðlaunin í ár.
Verðlaunahöfum hefur fækkað á öllu landinu og voru þeir einungis 34 á árinu 2016 en voru 69 árið 2015. Verðlaunahöfum fækkaði einnig mikið í Eyjafirði og þingeyjarsýslu, en einungis 11 kúabændur á svæðinu fengu verðlaun fyrir úrvalsmjólk 2016 en voru 27 árið 2015.
Skýringin á þessari fækkun er sú að mörkin sem bændur þurfa að uppfylla fyrir úrvalsmjólk voru þrengd talsvert í ársbyrjun 2016. Frumfaldsmeðaltalið var lækkað niður í 200 (þús) en var 220 (þús) og beina líftölumeðaltalið var lækkað úr 25(þús) í 20 (þús). Þar fyrir utan má engin einstök mæling lengur fara yfir 40 (þús) í líftölumælingum.
Þessar breytingar urðu til þess að verðlaunahöfunum fyrir úrvalsmjólk fækkar um land allt.