Kristjana Freydís sigurvegari Tónkvíslarinnar 2018

Hafdís Inga vann grunnskólakeppnina

0
955

Kristjana Freydís vann Tónkvíslina 2018, söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum sem fram fór nú fyrr í kvöld í íþróttahúsinu á Laugum. Hún söng lagið “Before he cheats”. Þórdís Petra varð í öðru sæti með lagið “Love on the brain” og Eyþór Kári hreppti þriðja sætið með lagið “This love”. Kristjana Freydís verður þar með fulltrúi Framhaldsskólans á Laugum í söngkeppni Framhaldsskólana.

Hafdís Inga söng sigurlag grunnskólakeppninar

Hafdís Inga úr Borgarhólsskóla vann grunnskólahlutann með laginu “All of me”. Elísa, einnig úr Borgarhólsskóla, varð í öðru sæti með lagið “My kind of woman” og Marge Alavere Stórutjarnaskóla, varð í þriðja sæti með lagið “Hallelujah”.

Flutningur Þórdísar Petru á laginu “Love on the brain” var síðan valið vinsælast atriðið í símakosningu meðal áhorfenda.

Helgi Björns skemmti áhorefndum í dómarahléinu

Helgi Björnsson skemmti gestum í dómarahléinu þar sem hann söng nokkur af sínum þekktustu lögum, við góðar undirtektir áhorfenda.

Myndbönd af sigurlögunum má skoða hér fyrir neðan.

Myndir frá Tónkvísl 2018 má skoða á facebooksíðu 641.is hér og hér