Kótelettufélag Íslands fimm ára

0
313

Kótelettufélag Íslands hélt upp á fimm ára afmæli sitt með kótelettufundi í Betribæ í Reykjahverfi sl. laugardagskvöld. Þá voru liðin nákvæmlega fimm ár frá stofnun þess en tilgangur félagsins er að koma saman og borða kótelettur með gamla laginu þ.e. í raspi með grænum baunum, rauðkáli og með rabarbarasultu.

Fv. Helgi Þór Kárason Skógarhlíð, Sveinbjörn Þór Sigurðsson Búvöllum, Guðmundur Salómonsson Húsavík, Tryggvi Óskarsson Þverá, Birgir Þór Þórðarson Betribæ, Þráinn Gunnarsson Húsavík, Hermann Aðalsteinsson Lyngbrekku og Jón Helgi Jóhannsson Víðiholt
Fv. Helgi Þór Kárason Skógarhlíð, Sveinbjörn Þór Sigurðsson Búvöllum, Guðmundur Salómonsson Húsavík, Tryggvi Óskarsson Þverá, Birgir Þór Þórðarson Betribæ, Þráinn Gunnarsson Húsavík, Hermann Aðalsteinsson Lyngbrekku og Jón Helgi Jóhannsson Víðiholt

 

Þá vill félagið stuðla að betri kótelettumenningu í landinu, stuðla að aukinni neyslu á lambakjöti og bættri matarmenningu. Allir meðlimir félagsins voru mættir í Betribæ auk gesta sem voru vefstjórar 640.is og 641.is, Hafþór Hreiðarsson og Hermann Aðalsteinsson.

 

Að sjálfsögðu var boðið upp á kótelettur að hætti félagsins og óhætt að mæla með þeim, þvílík veisla og þakkar vefstjóri hér með fyrir sig.

 

Annars fór fundurinn vel fram, líflegar umræður og að lokum fengu gestir staðfestingarskjal um að þeir hafi snætt kótelettur með félögum í Kótelettufélagi Íslands.

Facebooksíða Kótelettufélagsins

Birgir Þór með gestina
Birgir Þór með gestina