Kosning hefst á miðnætti í flokksvali Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi

0
74

Kosning hefst á miðnætti fimmtudaginn 8. nóvember í flokksvali Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Kosningarétt hafa flokksmenn og skráðir stuðningsmenn. Tæplega 2200 eru á kjörskrá. Kosningu lýkur kl. 18 laugardaginn 10. nóvember. Um netkosningu er að ræða. Farið er inn á vefsíðu flokksins, xs.is, og „Flokksval 2012“ valið.

 

 

 

 

 

 

Hægt er að kjósa í hvaða nettengdu tölvu sem er. Þeir sem hafa ekki aðgang að nettengdri tölvu eða eru ekki með aðgang að heimabanka geta kosið á eftirtöldum stöðum laugardaginn 10. nóvember:

Akureyri – Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, kl. 10.00-17.30
Egilsstaðir – Hótel Hérað, kl. 14.00-17.30
Húsavík – Borgarhólsskóli, kl. 12.00-15.00
Neskaupsstaður – KREML, kl. 13.00-16.00
Ólafsfjörður – Menntaskólinn á Tröllaskaga, kl. 13.00-16.00
Seyðisfjörður – Skaftafell, kl. 13.00-16.00
Siglufjörður – Þormóðsbúð, hús björgunarsveitarinnar Tjarnargötu 18, kl. 10.00-17.30

Í framboði í flokksvalinu eru þau:

Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggð sem býður sig fram í 2. sæti
Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir sjúkraliði á Akureyri í 4. – 6. sæti
Helena Þuríður Karlsdóttir, lögfræðingur á Akureyri í 3. – 4. sæti
Ingólfur Freysson, framhaldsskólakennari á Húsavík í 3. – 6. sæti
Jónína Rós Guðmundsóttir, alþingismaður á Egilsstöðum í 2. sæti
Kristján L. Möller, alþingismaður Siglufirði í 1. sæti,
Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður Akureyri 1.-3. sæti
Örlygur Hnefill Jónsson, héraðsdómslögmaður Þingeyjarsveit sem býður sig fram í 1. – 6. sæti.
Niðurstaða flokksvalsins er bindandi fyrir efstu 6 sæti listans. Paralistaaðferð verður beitt til þess að tryggja jafnt hlutfall kyna, þ.e. jafnt hlutfall tryggt í sæti 1. og 2., síðan í næstu tvö sæti og koll af kolli.

Nánari upplýsingar má finna á xs.is (Fréttatilkynning)