Konur sem starfa við Stórutjarnaskóla munu ganga út kl 14:30 á mánudaginn

0
125

Það er alkunna að skólar landsins eru fyrst og fremst vinnustaðir kvenna. Þegar þeirra nýtur ekki við lamast þess vegna starfsemi íslenskra skóla.

Stórutjarnaskóli
Stórutjarnaskóli

 

Konur sem starfa við Stórutjarnaskóla munu nk. mánudag fylkja liði með íslenskum kynsystrum sínum og ganga út af vinnustaðnum þegar þær teljast hafa skilað því vinnuframlagi sem laun þeirra gefa til kynna, borið saman við laun karla í samfélaginu.

 

 

Til að vekja sérstaka athygli á kynbundnum launamun í íslensku samfélagi, en jafnframt til að halda upp á afmæli kvennafrídagsins (1975) hyggjast íslenskar konur leggja niður störf  frá kl 14:38 nk. mánudag, þann 24. október.

 

Þegar kvennanna nýtur ekki lengur við lamast starfsemi Stórutjarnaskóla. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að öllu skólastarfi Stórutjarnaskóla ljúki kl 14:30 mánudaginn 24. október nk. og munu skólabílar þá aka nemendum heim til sín. Skólastarf  hefst samkvæmt stundaskrá daginn eftir, þriðjudaginn 25. október.

Stórutjarnaskóli.is