Komdu í kvöld – Hausttónleikar Kokteilpinnanna

0
176

Anna Sæunn Ólafsdóttir, Karl Pálsson og Vallý Sigurðardóttir skipta um ham úr Frostpinnum og verða Kokteilpinnar, þann 17. Október í Kiðagili í Bárðardal. Þar mun tríóið flytja úrval íslenskrar tónlistar frá árunum 1950-1980 og taka gesti með sér í tímaflakk. Norðurljós, kósý októberstemning og eldri íslensk tónlist í nýjum búningi.

Anna Sæunn, Vallý og Karl
Anna Sæunn, Vallý og Karl

 

Rólegri og hressri stemningu verður hrist saman í notalegan kokteil auk þess sem alvöru kokteilar í fljótandi formi munu fást á barnum. Þá verður ‘RabbaBarbara’, nýji rabbabarakokteill Kiðagils, á kynningartilboði.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og kostar 2000 krónur inn.