Kolbrjálað veður í Ljósavatnsskarði

0
98

“Það er kolbrjálað verður hérna og ég hef ekki séð það verra í mörg ár” sagði Friðrik Steingrímsson björgunarsveitarmaður í björgunarsveitinni Þingey, í samtali við 641.is nú í kvöld. Vegurinn um Ljósavatnsskarð er ófær vegna óveðurs og var björgunarsveitin Þingey kölluð út til þess að hjálpa fólki sem komst hvergi. Fólkið er nú komið í hús í Stórutjarnaskóla og fær gistingu þar í nótt.

Við Stórutjarnaskóla í dag.
Mynd: Jónas Reynir Helgason

Víkurskarðið er ófært enn einu sinni og var sjúkrabíl snúið við til Húsavíkur, sem ætlaði yfir Víkurskarð nú í kvöld, vegna óveðurs og ófærðar. Ekki mun hafa verið um mjög alvarlegt sjúkdómstilfelli að ræða samkvæmt upplý. 641.is.

 

 

Samkvæmt lauslegri athugun mun þetta vera í 18 skipti á þessum vetri frá því 10. september, sem Víkurskarðið er ófært. Lætur nærri að það hafi verið ófært  fjórða hvern dag síðan 10 september.