Kjósendur í Norðausturkjördæmi vildu ekki jafnt vægi atkvæða

0
91

Talningu atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er lokið í Norðausturkjördæmi. Kjörsókn í kjördæminu var rúmlega 45% en það er undir landsmeðaltali sem er um 49%, mest í Reykjavíkurkjördæmunum eða 51,4% í Reykjavík suður og 50,4% í Reykjavík norður.

Kjörstjórn í Þingeyjarsveit

57,5% þeirra sem tóku afstöðu, sögðu já við tillögum stjórnlagaráðs en 42,5% sögðu nei.

Þeir sem taka afstöðu vilja fara eftir tillögum stjórnlagaráðs í öllum atriðum nema þegar kemur að jöfnu vægi atkvæða. En á landsvísu er meirihluti fyrir því að ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

73,4% greiddu atkvæði með því að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu verði lýstar þjóðareign.

59,8% vilja að ákvæði um þjóðkirkju verði í stjórnarskrá

68,6% vilja auka persónukjör í kosningum til Alþingis.

69,5% sögðu nei við jöfnu vægi atkvæða, en þetta er eina atriðið þar sem kjósendur í Norðausturkjördæmi sögðu nei.

65,9% sögðu já við því að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.

akv.is