Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí 2018

  Ekki boðið upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu eins og verið hefur

  0
  139

  Kjörskrá fyrir Þingeyjarsveit vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí 2018 liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá og með 16. maí 2018 til kjördags. Skrifstofa Þingeyjarsveitar í Kjarna er opin virka daga frá kl. 9:00 til 15:00.

  Athygli er vakin á því að sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra mun ekki bjóða upp á atkvæðagreiðslu utankjörfundar í Þingeyjarsveit vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí 2018.

  Hægt er að kjósa utankjörfundar á skrifstofu sýslumanns um land allt, m.a. á Akureyri og Húsavík.

  Skrifstofa sýslumanns á Akureyri, Hafnarstræti 107 er opin virka daga frá kl. 9:00 til 18:30

  Skrifstofa sýslumanns á Húsavík, Útgarði 1, er opin virka daga frá kl. 9:00 til 15:00

  Auka opnun á báðum stöðum:

  Laugardaginn 19. maí frá kl. 14:00 til 17:00

  Mánudaginn 21. maí, annar í hvítasunnu, frá kl. 14:00 til 17:00

  Sveitarstjóri.