Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 2014

0
46

Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga  31. maí n.k. liggur frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar almenningi til sýnis frá og með miðvikudeginum 21. maí til kjördags.

logo Þingeyjarsveit

 

Kjörskrá er gerð samkvæmt 2. gr. laga um kosningar til sveitarstjórnar og eiga allir þeir kosningarétt til sveitarstjórnar sem fullnægja eftirfarandi skilyrðum:

 

  • Eru íslenskir ríkisborgarar.
  • Eru 18 ára þegar kosning fer fram.
  • Eru skráðir með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag, 10. maí 2014.

Kjörstaður í Þingeyjarsveit er Ljósvetningabúð.

Kjörfundur hefst kl. 10:00 og stendur a.m.k. til kl. 18:00. Samkvæmt  66. gr. laga um kosningar til sveitarstjórnar nr. 5/1998 má ekki slíta atkvæðagreiðslu fyrr en átta klukkustundir eru liðnar frá því að kjörfundur hófst og ekki fyrr en hálf klukkustund er liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjörfundi skal þó eigi slíta síðar en kl. 22:00 á kjördag.

Á kjörstað skal kjósandi gera grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.

Sveitarstjóri og formaður kjörstjórnar.