Kjaramálaályktun Kennarafélags Framhaldsskólans á Húsavík

0
76

Félagsfundur í Kennarafélagi Framhaldsskólans á Húsavík 3. febrúar 2014 samþykkir eftirfarandi ályktun:

FSH

Fundur í KFSH lýsir vonbrigðum sínum með gang samningaviðræðna Félags Framhaldsskólakennara og ríkisins.

Fundurinn skorar á samninganefnd FF að hvika hvergi frá kröfunni um nauðsynlega launaleiðréttingu strax og lýsir stuðningi við að fylgja henni eftir með aðgerðum.

Reynsla framhaldsskólakennara er að samningar um launaleiðréttingar til jafns við viðmiðunarhópa hafa aldrei skilað sér. Því krefjumst við þess að launaleiðréttingin komi strax við undirritun samninga. Enn fremur verði tryggt í samningum að laun kennara verði sambærileg við laun viðmiðunarhópa til frambúðar.

Við teljum að stofnanasamningar eins og þeir eru núna þjóni ekki hagsmunum kennara og viljum að þeim fjármunum verði varið til launagreiðslna til kennara samkvæmt miðlægum kjarasamningum.

Fyrir hönd KFSH, Smári Sigurðsson formaður.