Karlakórinn Hreimur með tónleikaröð í heimabyggð – Ljósvetningabúð í kvöld

0
277

Karlakórinn Hreimur ætlar að halda tónleikaröð í Þingeyjarsýslu í tilefni af 40 ára afmæli kórsins. Tónleikarnir verða ókeypis. Þann 14. nóvember nk. mun svo Karlakórinn Hreimur ásamt Ljótu hálfvitunum halda tvenna tónleika í Hofi á Akureyri en uppselt er á tónleikana klukkan 20:00 og verða því aukatónleikar klukkan 23:00 í Hofi.

Hreimur og LH

Hér má sjá tónleikaröð Karlakórsins Hreims í Þingeyjarsýslu:

Ljósvetningabúð mið. 28. okt. kl. 20:30 (í kvöld)
Skúlagarði mán.2.nóv. .kl.20.30
Skjólbrekku mið.4. nóv kl.20.30
Húsavíkurkirkju mán.9.nóv.kl.20.30
Breiðumýri mið.18.nóv kl.20.30

 

 

Bæði mynd- og hljómdiskur frá Vorfagnaðinum 2015 verður til sölu á tónleikunum þar sem Ljótu Hálfvitarnir stigu á stokk með kórnum.