Kalli í Kerinu – Tónleikar í Kiðagili

0
114

Kalli í Kerinu verður með sína árlegu tónleika í Kiðagili Bárðardal, laugardaginn 18. Október kl. 20:00. Kalli frá Víðikeri hefur verið sína árlegu sumartónleika seinustu tvö ár og glatt fólk með sínum léttu söngvum í bland við alvarlega tóna. Í þetta skipti slær Kalli til hausttónleika og lífgar uppá Kiðagilið núna þegar skammdegið er komið á fullt skrið.

Karl Pálsson
Karl Pálsson

 

Á dagskránni verður hið besta af fyrri tónleikum einnig sem slatti af nýju efni muna líta dagsins ljós.

Ef þú hefur ekki séð Kalla á tónleikum áður er kominn tími. Og þið hin eruð ekki búin heyra nýja efnið er það nokkuð?