Kaldhæðinn húmor um kindur og menn

0
352

Hrútar er mannleg og hlý saga sem gerist í dal fjarri alfaraleið þar sem tveir bræður sem talast ekki við þurfa að snúa bökum saman til bjarga því sem þeim er kærast: kindunum. Á þessum orðum hefst dómur Alissa Simon kvikmyndagagnrýnanda á kvikmyndavefnum Variety um kvikmyndina Hrútar sem birtist í dag að lokinni frumsýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Hrútar frá Halldórsstöðum í Bárðardal verða í aðalhlutverki í myndinni. Mynd Bergljót Þorsteinsdóttir
Hrútar frá Halldórsstöðum í Bárðardal “leika” í myndinni

Alissa skrifar: Grímur Hákonarson höfundur er reyndur í gerð heimildamynda. Hér notfærir hann sér þekkingu sína á einherjabúskap og stórkostlegt landslag föðurlandsins en kryddar söguþráðinn um leið með kaldhæðnum og dásamlega lúmskum gamanatriðum. Alveg eins og landi hans Benedikt Erlingsson gerði í Hross í oss, nær Grímur að sýna dreifbýlismenningu sem á sér rætur djúpt í hinni íslensku þjóðarsál.

Næsta víst er að meira verði gert úr þessu t.d. leikhús.

Bræðurnir Gummi (Siggi Sigurjóns) og eldri bróðir hans Kiddi (Theódór Júlíusson) hafa ekki talast við í fjörtíu ár. Þeir eru engu að síður næstu nágrannar í harðbýlu landi þar sem hörð náttúran leikur stórt og hættulegt hlutverk þegar byrjar að vetra. Báðir bræðurnir rækta fé af sama forna ættboganum og keppa árlega á hrútasýningu.

Þegar fjárhörð Kidda fær riðuveiki, ólæknandi og bráðsmitandi vírus sem ræðst á heilann og mænuna, ákveður MAST að slátra verði öllu fé í dalnum. Það er hrikalegt áfall fyrir alla bændurna en alveg sérstaklega fyrir bræðurna; hinn drykkfellda Kidda og hinn rólynda GummaÞeir rísa því gegn fyrirskipuninni á sinn sérstaka hátt.

Með næmt auga fyrir smáatriðum sýnir Grímur erfiðleika búskaparins, einsemd söguhetja sinna og væntumþykju þeirra gagnvart sauðfé sínu. Markviss sviðshönnun Bjarna Massa Sigurbjörnssonar sýnir innbú sem hefur ekki breyst í fjörtíu ár en veitir einnig upplýsingar um skapgerð persónanna. Slitnar lopapeysur og flannelskyrtur segir líka margt um kvenmannslaust líf karla.

Lágstemmdur brandari liggur í gegnum alla myndina þar sem Gummi er sífellt truflaður á baðherberginu, hvort sem hann er að snyrta á sér táneglurnar með risastórum skærum eða að reyna að slaka á í baðinu. Önnur gamansemi kemur í eðlilegu framhaldi af sögunni eins og t.d. klári fjárhundurinn sem ber skilaboð á milli bræðranna, frumleg notkun á dráttarvél og óvæntum nektaratriðim.

Eftir því sem myndin líður fagurlega áfram koma endurteknar myndir sem sýna merkingarhlaðnar andstæður.  Fjárhólf sem iðaði af lífi og jarmi er seinna fullt af dauðum skrokkum. Atriðið þegar Gummi tekur upp frosinn líkama Kidda eftir drykkjutúr rímar við sorglegt lokaatriði. Þótt sum atriðum séu mjög sorgleg gengur Grímur aldrei of langt heldur sýnir virðingu og stillingu.

Eitt af því sem gerir myndina svo vel heppnaða eru leikararnir tveir, hinir frábæru Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson. Í hlutverki eldri og reiðari bróðurins sýnir Theodór (sem var mjög góður í Volcane eftir Grím 2011) takta sem fær mann til að langa til að sjá hann í hlutverki Lés konungs. En samúð áhorfenda liggur hjá Gumma sem segir söguna á sinn ljúfa hátt.

Sturla Brandth sem myndaði Victoria sýnir snilld sína í breiðtjaldstökum við birtu náttúrunnar. Klipping Kristjáns Loðmfjörð er vel tímasett og leyfir efninu að anda á meðan dapurleg tónlist Atla Örvarssonar magnar upp helstu stundir. (Ásta Svavarsdóttir Íslenskaði)