Jónas Halldór Friðriksson ráðin í starf umsjónarmanns fasteigna hjá Þingeyjarsveit

0
358

Jónas Halldór Friðriksson hefur verið ráðinn í starf umsjónarmanns fasteigna hjá Þingeyjarsveit sem auglýst var laust til umsóknar nú í maí. Jónas er frá Húsavík og hefur starfað sem framkvæmdastjóri Völsungs undanfarin ár. Frá þessu segir á vef Þingeyjarsveitar

Jónas Friðrik Halldórsson
Jónas Friðrik Halldórsson

 

Jónas er með sveinspróf í húsasmíði og BA próf í fjölmiðlafræði og mun hefja störf í júlí n.k.

Hann mun sjá um hin ýmsu verkefni hjá sveitarfélaginu sem snúa m.a. að fasteignum, veitum, tækjum og búnaði, snjómokstri, vinnuskóla o.fl.

 

Í stuttu spjalli við 641.is nú í kvöld sagðist Jónas hlakka til að takast á við nýja starfið og reiknar með því að flytja í Þingeyjarsveit með haustinu.