Jólunum er bjargað

0
193

Rjúpnaveiðitímabilið hófst um sl. helgi og þá viðraði ágætlega til veiða. Veðurfarið í dag var talsvert óhagstæðara en rjúpnaskyttur létu það ekki á sig fá. Davíð Jónsson frá Klömbur í Aðaldal varð á vegi tíðindamanns 641.is í dag upp við Langavatn og var Davíð sæmilega sáttu með veiði dagsins, þrjár rjúpur.

2009-08-04 20.45.53
Davíð Jónsson var sáttur með veiði dagsins enda búinn að bjarga jólasteikinni.

“Ég er búinn að ná í jólasteikina. Ég skaut 20 rjúpur um síðustu helgi og svo bættust þrjár við í dag. Jólunum er bjargað”, sagði Davíð við tíðindamann 641.is upp við Langavatn í dag.

 

Að sögn Davíðs er heldur meira af fugli á þessu svæði í ár, en frekar lítið hefur verið um rjúpur undanfarin ár. Aðspurður kvaðst Davíð ekki vita hvernig veiðar hefðu gegnið hjá öðrum veiðimönnum þetta haustið, en hann og félagar hans veiddu alls 14 rjúpur í dag.

 

 

Rjúpnaveiðar verða heimilar eftirfarandi daga á þessu ári:

  • Föstudaginn 25. október, laugardaginn 26. október og sunnudaginn 27. október,
  • Föstudaginn 1. nóvember, laugardaginn 2. nóvember og sunnudaginn 3. nóvember,
  • Föstudaginn 8. nóvember, laugardaginn 9. nóvember og sunnudaginn 10. nóvember,
  • Föstudaginn 15. nóvember, laugardaginn 16. nóvember og sunnudaginn 17. nóvember.