Jólatrésskemmtun í Stórutjarnaskóla.

0
117

Kvenfélag Ljósvetninga og kvenfélag Fnjóskdæla héldu sitt árvissa jólabarnaball í Stórutjarnasskóla í dag laugardaginn 28. desember. Veður var heldur leiðinlegt, en fólk lét það ekki á sig fá og fjölmennti, líklega voru á annað hundrað manns í salnum þegar kvenfélagskonur buðu gesti velkomna.  Auk grunnskólanemenda, foreldra þeirra og afar og ömmur, voru brottfluttir Fnjóskdælingar áberandi duglegir við að koma með sín börn, og unga fólkið okkar sem komið er í framhaldsskóla, setti skemmtilegan svip á jólatrésskemmtunina. Jólaballið var með hefðbundnu sniði og tóks mjög vel.

Hér koma nokkrar myndir.

dansað kringum jólatré
Það var dansað kringum jólatré

 

 

 

 

 

 

 

,,,og dansað
,,,og dansað

 

 

 

 

 

 

jólasveinar mættu og dönsuðu ákaft
jólasveinar mættu og dönsuðu ákaft

 

 

 

 

 

 

 

jólasveinarnir komu með fulla poka af mandarínum og gáfu bæði börnum og fullorðnum
jólasveinarnir komu með fulla poka af mandarínum og gáfu bæði börnum og fullorðnum

 

 

 

 

 

 

 

Stúfur og Hurðaskellir báðu kvenfélagskonur mjög fallega, að gefa sér líka nammipoka og safa.
Stúfur og Hurðaskellir báðu kvenfélagskonur mjög fallega, að gefa sér líka nammipoka og safa.

 

 

 

 

 

 

það voru vanir tónlistarmenn sem sáu um músíkina, og gerðu það mjög vel: Jaan Alavere, Ólafur Arngrímsson og Sigurður Skúlason.
það voru vanir tónlistarmenn sem sáu um músíkina, og gerðu það mjög vel: Jaan Alavere, Ólafur Arngrímsson og Sigurður Skúlason.