Jólatónleikar tónlistardeildar Litlulaugaskóla

0
209

Jólatónleikar tónlistardeildar Litlulaugaskóla fóru fram á Breiðumýri í Reykjadal í gær. Á efnisskránni voru 24 lög úr ýmsum áttum, auk jólalaga. Þeim til aðstoðar voru tónlistarkennararnir Jaan Alavere og Pétur Ingólfsson sem spiluðu undir í sumum lögunum. Að tónleikum loknum var boðið upp á kaffi, djús og piparkökur. 641.is tók meðfylgjandi myndir á tónleikunum í gær.

Eva Sól Pétursdóttir spilar á þverflautu lagið "Þýtur í laufi". Með henni spiluðu Hrólfur Jón Pétursson á píanó,Guðni Páll Jóhannesson á trommur,Eydís Helga Pétursdóttir á píanó,Bjarni Jón Kristjánsson á bassa og Jóhannes Friðrik Tómasson á gítar.
Eva Sól Pétursdóttir spilar á þverflautu lagið “Þýtur í laufi”. Með henni spiluðu Hrólfur Jón Pétursson á píanó,Guðni Páll Jóhannesson á trommur,Eydís Helga Pétursdóttir á píanó,Bjarni Jón Kristjánsson á bassa og Jóhannes Friðrik Tómasson á gítar.
Brimir J Búason spilar lagið "Það á að gefa börnum brauð" á klukkuspil
Brimir J Búason spilar lagið “Það á að gefa börnum brauð” á klukkuspil
Anna Karen Unnsteinsdóttir spilar á Klarinett lagið "Boðskapur Lúkasar" og Jón Aðalsteinn Hermannsson leikur undir á trommur.
Anna Karen Unnsteinsdóttir spilar á Klarinett lagið “Boðskapur Lúkasar” og Jón Aðalsteinn Hermannsson leikur undir á trommur.
Guðmundur Helgi Bjarnason og Elvar Baldvinsson spiluð á gítar lagið "Swing 42" og Jón Aðalsteinn Hermannsson spilar undir á trommur.
Guðmundur Helgi Bjarnason og Elvar Baldvinsson spiluð á gítar lagið “Swing 42” og Jón Aðalsteinn Hermannsson spilar undir á trommur.