Barnaball Kvenfélags Mývatnssveitar var haldið 5. janúar sl. í Skjólbrekku. Til stóð að halda það laugardaginn 29. des en ballinu var frestað vegna veðurs. Á barnaballið mættu rétt um 60 manns. Ingibjörg Hjördís tónlistarkennari stjórnaði söng við undirleik Bóasar Gunnarssonar á gítar. Að sjálfsögðu mættu Gáttaþefur og Stekkjastaur úr Dimmuborgum, enda stutt fyrir þá að fara. Að vanda buðu kvenfélagskonur upp á glæsilegt kaffihlaðborð og kakó. Kolbrún Ívarsdóttir tók meðfylgjandi myndir.


