Jarðböðin ætla að styrkja fjóra afreksíþróttamenn – Óska eftir tilnefningum á Facebook

0
179

Gunnar Atli Fríðuson framkvæmdastjóri Jarðbaðanna í Mývatnssveit auglýsti á facebooksíðu sinni fyrr í kvöld eftir tilnefningum frá almenningi á fjórum afreksíþróttamönnum á norðurlandi sem Jarðböðin munu styrkja sérstaklega með fjárframlagi. Gunnar Atli sagðist í spjalli við 641.is nú í kvöld ekki vilja gefa upp fjárhæðina sem hugsuð væri í styrki handa viðkomandi afreksfólki, annað en að fjárhæðin yrði eitthvað sem munar um.

IMG_4374

 

Gunnar Atli sagði að tilkynnt yrði um þá sem styrktir yrðu eftir áramót. Almenningur getur tilnefnt íþróttafólk með því að skrifa athugasemd við færslu Gunnars Atla á facebook-síðu hans.

Þó nokkrar tilnefningar hafa borist nú þegar og margir hafa fagnað þessu framtaki hjá Gunnari og Jarðböðunum.

 

Nú leita ég til ykkar kæru vinir og vinir vina minna.Þar sem ég ber ákveðinn titil í starfi þá langar mig fyrir hönd…

Posted by Gunnar Atli Friduson on 29. desember 2015