Jakob Sævar efstur á skákþingi GM-Hellis

0
86

Jakob Sævar Sigurðsson er efstur með þrjá og hálfan vinning á skákþingi GM-Hellis norðursvæði, sem fram fer í Árbót í Aðaldal.  Tómas Veigar Sigurðarson, sem vann Sigurð G Daníelsson í dag, er í öðru sæti með 3 vinninga. Smári Sigurðsson, Ævar Ákason og Hermann Aðalsteinsson koma næstir með tvo og hálfan vinning.

Jón Aðalsteinn Hermannsson tefldi við Jakob Sævar í 1. umferð.
Jón Aðalsteinn Hermannsson tefldi við Jakob Sævar í 1. umferð.

 

Mótinu verður framhaldið laugardaginn 11. janúar, en þá verða lokaumferðirnar tvær tefldar.

Á heimasíðu GM-Hellis má sjá allar upplýsingar um mótið.