Já-já góðan daginn sveitungar !

0
611

Ég er einn af þeim sem sit á eldhúskollnum heima í eldhúsi og hef skoðanir á öllu og engu. Að ég tali nú ekki um þegar Siggi vinur minn á Stóru-Laugum kemur í heimsókn eða þá að ég læðist til hans.

Elín segir að við höfum vit á öllu að eigin mati og getum leyst flókin mál og hlær þá gjarnan góðlátlega við. Það má ekki særa spekingana. Við höfum til dæmis ákveðnar skoðanir á kjarkleysi eða áhugaleysi sveitarstjórnar til framtíðar litið. Hver var t.d. tilgangur sameiningar gömlu hreppana. Var hann ekki sá að sameinaðir stöndum við betri að vígi -værum sterkari og gætum unnið betur saman að sameiginlegum málum okkar ?

Skólamálin eru eitt af þeim málum sem má ekki tala um. Í hvaða farvegi eru þau.? Er endanleg ákvörðun tekin þar ? Eða eru þau mál í einhverju friðmælandi stöðu -vegna þess að sveitarstjórn hefur ekki kjark til að taka ákvörðun. Sem kjósandi hlít ég að krefja sveitarstjórn um svar. Eða þorir hún ekki að hafa skoðun í málinu. Já til hvers var sameiningin.

Í dag rekum við skólastarfið á þremur stöðum í ekki stærra sveitarfélagi. Við rekum þrjú bókasöfn. Þegar ég var unglingur í henni Reykjavík var eitt bókasafn. Íbúar voru þá um 100.000. Sveitarstjóri er að vísu einn allavegana svona að nafninu til. Ég spyr  -hvar á kjarni sveitarfélagsins að vera ? Þá kemur hreppapólitíkin inn. Auðvitað á hann að vera í heimabyggð minni segir Ási. -Nei.nei segir Aðaldælingurinn í heimabyggð minni. Rís þá upp Reykdælingur og segir, nei-nei í heimabyggð minni.

Ég er búsettur í Reykjadal og mér finnst að augljósum ástæðum að höfuðborg Þingeyjarsveitar á að vera staðsett á Laugum í Reykjadal. Af hverju spyr Ási og Aðaldælingurinn. Jú vegna þess að þar eru til staðar nánast öll mannvirki. Þar er framhaldsskóli-þar er fullkomin íþróttaaðstaða til keppni í sundi-frjálsum íþróttum -knattspyrnu-golfvöllur-verslun og veitingarstaður-banki. Það eina sem vantar, (nú kasta ég sprengju) að byggja fullkomin grunnskóla.

Ég veit að það eru ekki allir sammála mér í þessu en þetta er ákvörðun sem verður að taka og því fyr sem hún er tekin því betra. En þessi sveitarstjórn hefir engan kjark til slíkrar ákvörðunartöku. Þess vegna þurfum við að kjósa fólk sem þorir í næstu kosningum.

Ég skora á ungt fólk að gefa kost á sér til starfa og byggja með því upp samfélag með nýjum áherzlum.

Ég tek það fram allveg sérstaklega að þessi skrif mín eru ekki framboðsskrif -heldur einungis skoðanir aldraðs öryrkja á sínu nærumhverfi.

Örn Byström Einarsstöðum