Halló! Allir fullorðnir! Íþróttanefnd fullorðinna félagsmanna (ÍFF) innan HSÞ hvetur eldri félaga og aðra fullorðna á öllum aldri, sem búa á héraðssvæði HSÞ, til að stunda reglulega hreyfingu. Þekkt staðreynd er að regluleg hreyfing og iðkun íþrótta hefur mjög góð áhrif á líkamlega og andlega heilsu fólks.
ÍFF hefur tekið saman lista yfir þá hreyfimöguleika sem eru í boði í þinni heimabyggð og hægt að finna sér hreyfingu við hæfi og áhuga. Fyrir áhugasama um þátttöku á Landsmóti UMFÍ 50+ þá verður það haldið snemma sumars í Hveragerði 2017. Meira um það síðar.
Hreyfing er gulls ígildi – aldrei of seint að byrja!
ÞÓRSHÖFN:
íþr.miðstöð s: 468 1515, 897-0260
Í íþróttamiðstöð er líkamsrækt og sundlaug. Sund er góð alhliða hreyfing fyrir alla!
Ræktin er opin virka daga milli kl. 08:00 – 20:00, en sundlaugin er opin kl. 16:00 – 20:00. Á laugardögum eru bæði ræktin og sundlaugin opin kl. 11:00 – 14:00.
Hópur eldri borgara koma saman í sal íþróttahússins á mán-mið-fös kl. 11:00 og stunda göngu eða aðra létta hreyfingu. Fara í sund á eftir. Hópurinn kalla sig „Gengið í skjóli“
Blakæfingar: í íþr.húsinu á mán. og miðv. kl. 18:30 fyrir konur á öllum aldri. Kalla sig „Álkur“. Þjálfari er Árni Sigurðsson. Áhugasamar hafi samband við Karen Rut í gsm: 897-5064
Badmintonæfingar: fyrir karla og konur á mán – mið.v. kl.17:00 – 18:00. Allir velkomnir!
Körfubolti : „bumbubolti“ á miðvikud. kl 20:00 – sem sagt fullorðnir koma saman til að spila körfubolta. Ýmsir hafa verið að mæta frá Þórshöfn, Kópaskeri og Vopnafirði. Allir velkomnir til að mæta! Bendum á fésbókarsíðuna; „Körfubolti Þórshöfn“.
RAUFARHÖFN:
Íþróttamiðstöð: Upplýsingar um onunartíma í síma 465-1144. Hægt að fara í vel útbúinn tækjasal og æfa sund í innisundlaug.
Sund er góð alhliða hreyfing fyrir alla!
Hreyfihópur eldri borgara: góður hópur einstaklinga hafa tekið sig saman og stunda reglulega alls konar hreyfingu, m.a. útigöngu þegar viðrar vel – annars innigöngu og æfingar inni í íþr.húsi með hjálp sjúkraþjálfara. Alla virka daga kl. 12:45 – 13:30. Allir fullorðnir velkomnir!
KÓPASKER / Lundur:
Íþróttahúsið á Kopaskeri: upplýsingar um opnunartíma í síma 465-2180
Opið hús; 67 ára og eldri: í íþróttahúsinu á föstud. milli 10:00 – 12:00 og er m.a. farið í leikfimi undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Einnig er slík leikfimi í boði á miðv.d. í Stórumörk. Áhugasamir hafi samband við Hólmfríði Halldórsdóttur í s: 465-2157 eða 864-2157.
Blakæfingar: í Íþróttahúsinu 2x í viku í umsjón Björns Halldórssonar, s: 465-2217, 863-2217
Gönguferðir: Ferðafélagið Norðurslóð er mjög lifandi félagsskapur og býður upp á ýmsar gönguferðir – sjá nánar á fésbókarsíðu þeirra; „Ferðafélagið Norðurslóð“
Sundlaug og íþróttahús í Lundi: nánari upplýsingar í síma 465-2244
Leikfimi í íþróttasalnum: þrek og þol fyrir fullorðna 2x í viku á þri.d. og fim.d. kl. 20:00. Áhugasamir hafi samband við Magneu Dröfn s: 849-4033
HÚSAVÍK:
Íþróttahöllin:
Boccia Félags eldri borgara á mánud. kl. 12:00-16:30 og miðvid. kl.10-16
Blak Mánud. kl.19:30-22:00 miðvikud. kl.19:00-22:00
Metabolie Í umsón íþróttakennaranna Unnars Garðars og Áslaugar. Mánud. kl. 21:10 Þriðjud. kl.19:10. Miðv.d. kl. 06:10 og kl.12:00. Fös.d. kl. 6:10 og laugard. kl. 9:00
Zúmba í umsjón Jóhönnu Svövu. Þriðjud. og fimmtud. kl. 18:10
Sundlaug Húsavíkur: Sund er góð alhliða hreyfing fyrir alla!
Opin alla virka daga 6:45-9:30 og 14:30-21:00. laug. og sunnud. kl 10:00-18:00.
Sundleikfimi í umsón Hrefnu Regínu, mánud og miðvikud. kl. 12:00-13:00 og þriðjud og fimmtud. kl. 20:45 -22:00
Töff heilsurækt:
Opið alla virka daga 06:00-20:00. laugard 09:00-14:00 og sunnudaga 10:00-14:00.
Miðhvammur:
Tækjasalur, umsjón Hrefna Regína sjúkraþjálfari. þriðjud og fimmtud kl.12:00-13:00.
Leikfimi í umsjón Björgu sjúkraþjálfara mánud. kl. 17:00
Leikfimi í umsjón Brynju sjúkraþjálfara fimmtu. kl. 17:00
Félagsvist á miðvikud. kl. 20:00
Snæland:
Opið hús. mánud, þriðjud og miðvikud kl. 13:00-16:00
Bridds fimmtud. kl. 13:00.
Íþróttavöllurinn: Gengið alla fimmtudaga kl. 10:00 f. 60+ og alla hina líka.
Hlaupahópurinn Skokki: Æfingar eru á mánud. kl.18:00 á Húsavíkurvelli, en mætt við sundlaugina á fimmtud. kl.18.00 og á laugard. kl.10:00.
Reykjaheiðin: Fínt að fara á gönguskíði þegar færi og veður leyfa.
Kundalini jóga 1x í viku í Hvalasafninu á miðv.d. kl. 17:30 – 19:30. Jógakennari er Huld Hafliðadóttir, gsm: 698-0489
LAUGAR:
Sundlaugin á Laugum er opin: Sund er góð alhliða hreyfing fyrir alla!
má-fim 7:30-9:30. og 16:00 – 21:30. föst 7:30- 9:30. laug.14:00 -17:00
Stefnt er að því að sundleikfimi hefjist 23. nóv. n.k. Nánar auglýst síðar.
Íþróttahúsið á Laugum:
Tækjasalurinn er opinn á sama tíma og sundlaugin.
Ef áhugi er hjá fólki fyrir því að stunda göngu innandyra í íþróttahúsinu þegar viðrar illa þá er hið besta mál að hafa samband við Jóhönnu húsvörð í síma 8479832
Bogfimi fyrir fullorðna á þriðjud. kl. 19:30 – 21:30
Dalakofinn:
Bridds spilað á fim.d. kl. 20:30 – best að hafa mótspilarann með sér.
STÓRUTJARNIR:
Sundlaugin í Stórutjarnaskóla: Sund er góð alhliða hreyfing fyrir alla!
Opin mánd kl. 19:00–21:00 og fimmt. 19:30-21:30.
Tækjasalur er opinn á sama tíma eða í samráði við húsvörð; Friðrik sími 8623825
Leikfimi fyrir alla – konur og karla: fram til 7. des.n.k. miðv.d. kl. 17:00 – 18:00
Opið hús fyrir 60+: Í boði er boccia milli kl. 12:00 – 13:00. Næsta skipti er 6. des.og svo áfram eftir áramót.
MÝVATNSSVEIT
– Íþróttahús: – nánari upplýsingar í s: 464-4225
Íþróttamiðstöð: líkamsræktarsalur útbúinn góðum tækjum / ATH – sundlaug lokuð eins og er.
Mánudaga – fimmtudaga frá 9:00 – 12:00 og 16:00 – 20:00
laugardaga frá 10:00 – 16:00. Föstudaga og sunnudaga lokað
Blak:
Byrjendablak – opinn tími; mánud. kl. 17:00 – 18:00.
Blakæfingar – opninn tími lau.d. kl. 12:15 – 14:00
Fótbolti:
Fótbolti fyrir 18 ára og eldri þriðjud. og fim.d. kl. 18:30 – 20:00.
Fótbolti fyrir fullorðna lau.d. kl. 12:15 – 14:00
Zúmba-dans: þriðjud. og fim.d. kl. 17:00 – 18:00
Jóga: miðvi.d. kl. 18:15 – 20:00
Fyrir 60+ : góð hreyfing og teygjur fim.d. kl. 11:50 – 12:30
GRENIVÍK:
Líkamsrækt í íþróttahúsinu: Ræktin er opin alla virka daga frá kl. 06:00-18:00. Hægt er að kaupa lykilkort til að komast í ræktina á öðrum tímum.
Sundlaugin er opin – líka í vetur!:
Sund er góð alhliða hreyfing fyrir alla!
Mánud. – fim.d. kl. 15:00 – 18:00….. og laug.d. kl. 10:00 – 13:00.
Lokað á fös.d. og lau.d.
ATH – Fyrir eldri borgara, 67 ára og eldri, er ókeypis bæði í ræktina og í sund.
„Elli“ er hópur eldri borgara á Grenivík og nágrenni sem hittast 2x í viku í Grenilundi og eru oftast með góðar og léttar líkamsæfingar.
Formaður hópsins er Margrét Jóhannsdóttir í s: 463-3124