Íslandsmótið í Bogfimi fór fram um helgina í Bogfimisetrinu í Kópavogi. Bogfimifólk Eflingar fimm fullorðnir og þrjú í barnaflokki, skelltu sér suður yfir heiðar til þátttöku, enda íslandsmeistaratitlar sem þurfti að verja. Í fyrra varð Þorsteinn Björgvin Aðalsteinsson íslandsmeistari í flokki fullorðinna með sveigboga og Ásgeir Unnsteinsson varð íslansmeistari í barnaflokki með sveigboga. En núna endurheimti Guðmundur Smári Gunnarsson íslandsmeistaratitilinn í flokki fullorðinna með sveigboga og Jóhannes Friðrik Tómasson hreppti íslandsmeistaratitilinn í barnaflokki með sveigboga. Ásgeir Unnsteinsson fékk silfrið og Guðný Jónsdóttir bronsið, öll eru þau í Eflingu. Öðrum keppendum Eflingar gekk ágætlega en náðu ekki verðlaunasætum. Mikill uppgangur er í bogfimi hér á landi enda aðstaðan í Bogfimisetrinu mjög góð, þar er alltaf hægt að fá aðstoð og lánaða boga.


Ekki náðist mynd af Guðmundi við verðlaunaafhendingu, né heldur af öllum hópnum saman.