Íbúafundur vegna búfjársamþykktar

0
66

Opinn íbúafundur vegna samþykkta um búfjárhald í Þingeyjarsveit verður haldinn í Ýdölum miðvikudaginn 27. febrúar kl. 20:30.

logo ÞingeyjarsveitFjallað verður almennt um samþykktir um búfjárhald, hvað felst í lausagöngu búfjár, hvað felst í banni við lausagöngu búfjár o.fl. Fulltrúar frá Bændasamtökum Íslands, Landgræðslu ríkisins, Vegagerðinni og Vátryggingarfélagi Íslands ásamt sveitarstjórnarfulltrúum verða á fundinum.

Haldin verða stutt erindi og í framhaldinu verður gefinn kostur á fyrirspurnum og umræðum. Íbúar eru hvattir til að mæta.
Sveitarstjóri