Íbúafundur um framtíðarskipulag Þingeyjarskóla er í kvöld

0
50

Opinn íbúafundur vegna framtíðarskipulags Þingeyjarskóla verður haldinn í Ýdölum í kvöld, þriðjudaginn 28. október kl. 20:30. Á fundinum verður fjallað um skýrslur eftirfarandi aðila sem sveitarstjórn gekk til samninga við um framtíðarskipulag Þingeyjarskóla og liggja nú fyrir: HLH ehf., Haraldur Líndal Haraldsson, um rekstur og framtíðarskipulag Þingeyjarskóla.
Ráðbarður sf., Bjarni Þór Einarsson, um viðhalds- og rýmisþörf Þingeyjarskóla. Skólastofan slf., Ingvar Sigurgeirsson, um skólaskipan Þingeyjarskóla.

Þingeyjarsveit stærra

Skýrsluhöfundar munu gera grein fyrir skýrslum sínum, vinnu og niðurstöðum og í framhaldinu verða fyrirspurnir og umræður. Þá munu kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn einnig sitja fyrir svörum ásamt Guðjóni Bragasyni sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Vakin er athygli á því að skýrslurnar eru nú aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins á forsíðu þess og einnig er hægt að lesa þær hér fyrir neðan

Íbúar eru hvattir til þess að kynna sér skýrslurnar sem og að mæta á fundinn.
Sveitarstjóri

Skýrsla um rekstur og framtíðarskipulag Þingeyjarskóla – HLH ehf

Skýrsla um skólaskipan Þingeyjarskóla – Skólastofan slf.

Skýrsla um viðhalds- og rýmisþörf Þingeyjarskóla – Ráðbarður sf.