Íbúafundur mótmælir vernd alls vatnasviðs Skjálfandafljóts án samráðs við landeigendur

0
557

Íbúafundur sem haldinn var í Kiðagili í Bárðardal í gærkvöld, samþykkti ályktun þar sem mótmælt er að allt vatnasvið Skjálfandafljóts verði flokkað í verndarflokk án samráðs við landeigendur, en fundarefnið var tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. (Lögð fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi 2015-2016).

Eftirfarandi ályktu var samþykkt á fundinum í gærkvöld.

Íbúafundur, haldinn í Kiðagili í Bárðardal 3. apríl 2017, mótmælir því afdráttarlaust að áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða geri ráð fyrir því að allt vatnasvið Skjálfandafljóts verði flokkað í vernd án samráðs við landeigendur.
Óskað er eftir því að fulltrúar landeigenda að Skjálfandafljóti fái að mæta á fund umhverfis-og samgöngunefndar Alþingis til að kynnar nánar sjónarmið landeigenda.