Íbúafundir – Tilkynning frá sýslumanni

0
54

Íbúafundir verða haldnir í umdæmi sýslumannsins á Húsavík vegna afleiðinga óveðursins síðustu daga. Fjölmargir fulltrúar opinberra aðila munu mæta og sitja fyrir svörum.

Fundirnir fara fram miðvikudaginn 19. september, sem hér segir:
– Skjólbrekka í Mývatnssveit kl. 10:00.
– Ýdalir í Aðaldal kl. 13:30.
– Stórutjarnaskóli í Ljósavatnsskarði kl. 17:00.
 
   Svavar Pálsson, sýslumaður