Hvar er Peugeotinn ?

0
109

Nú er óveðrið sem gekk yfir í gær gengið niður og flestir aðalvegir að verða færir. Mikið hefur dregið í skafla heim við hús og bílar eru sumstaðar á kafi í snjó, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi sem Kolbrún Ívarsdóttir tók á Sjónarhóli í Mývantssveit í morgun.

Vindaspá 7. des 2015
Vindaspá kl 23 annað kvöld. smella á til að stækka

 

Veðurstofa Íslands spáir öðru óveðri sem skellur á sídegis á morgun og ef sú spá gegnur eftir verður það ekki betra en það sem gekk yfir í gær.

Í textaspá fyrir Norðurland-Eystra segir eftirfarandi:

Norðvestan 5-13 og él, en hæg suðvestanátt og léttskýjað síðdegis. Frost 5 til 12 stig. Austan 13-18 síðdegis á morgun, en 23-30 og snjókoma annað kvöld. Minnkandi frost.

 

Posted by Kolla Ívars on 6. desember 2015