Hvað segja bændur nú ?

Fjölbreytni og aukapeningur með bústörfum auglýsir PCC BakkiSilikon á Húsavík

0
571

PCC BakkiSilikon á Húsavík birti í gær auglýsingu í Bændablaðinu þar sem bændum er boðin aukavinna með bústörfunum í Kílsilverksmiðju fyrirtækisins sem tekur til starfa nú í desember.

“Okkur hjá PCC BakkiSilicon á Húsavík langar að bjóða bændum að skoða með okkur þann möguleika að tveir aðilar skipti með sér einu starfi hjá okkur. Þetta fyrirkomulag gæti hentað bændum vel sem vilja aukavinnu með bústörfunum en jafnframt sveigjanleika”, segir í auglýsingu sem birtist í Bændablaðinu sem kom út í gær

“Við erum að kanna hvort að það sé áhugi hjá einhverjum íbúum í nærsveitum sem og á Húsavík, á 50% vinnu og okkur fannst tilvalið að byrja að auglýsa í Bændablaðinu sem nær vel til fólks á landsbyggðinni”, sagði Laufey Sigurðardóttir mannauðsstjóri PCC Bakkasilikon í spjalli við 641.is í dag.

“Unnið er eftir jafnréttisáætlun. Við hvetjum því konur jafnt sem karla til að sækja um stöður hjá okkur. Ekki hika við að hafa samband við hana Laufey mannauðsstjórann okkar og frístunda bónda í síma 464-0060”, segi m.a. í auglýsingunni sem sjá má hér fyrir neðan.

Skjáskot úr Bændablaðinu. Smella á til að skoða stærri útgáfu