Hvað með Ljósvetningabúð ?

0
289

Ásta Svavarsdóttir og Ólafur Ingólfsson ætla að standa fyrir spjallfundi sem ber yfirskriftina “Hvað með Ljósvetningabúð ?” í Ljósvetningabúð nk. mánudagskvöld kl. 20:30. Þau Ásta og Ólafur vonast eftir því að fá svör við spurningunni:  Hver er framtíð félagsheimilisins ?

Ljósvetningabúð
Ljósvetningabúð

Þau Ásta og Ólafur vonast eftir því að fólk með ólík sjónarmið og góðar hugmyndir komi á spjallfundinn og viðri þær á fundinum.

Eins og fram kom hér á 641.is í vor lýsti athafnamaðurinn Róbert Melax yfir áhuga á því að kaupa Ljósvetningabúð og óskaði hann eftir viðræðum við Þingeyjarsveit um möguleg kaup. Samkvæmt heimildum 641.is hafa þær viðræður ekki farið fram ennþá. Ekki er vitað hvort Róbert Melax hefur ennþá áhuga á því að kaupa Ljósvetningabúð.

Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar sagði í spjalli við 641.is að þar sem eignarhald á Ljósvetningabúð væri ekki alveg ljóst væri erfitt að selja eignina. Ljóst væri þó að UMF Gaman og alvara átti 50% í Ljósvetningabúð á móti sveitarfélaginu, áður en byggt var við húsið.

Ljóst er að margir hafa nokkrar áhyggjur af þróun mála og geta þeir nú komið á spjallfundinn nk. mánudagskvöld og fengið innsýn í stöðu mála.