Hulda Ósk skoraði bæði mörk Íslands í góðum sigri á Rúmenum

0
152

Íslenska U17 ára landslið kvenna í knattspyrnu bar sigurorð af Rúmeníu, 2.1, í fyrsta leik sínum í milliriðli í undankeppni EM en riðillinn sem Ísland spilar í er spilaður í Rúmeníu.

Hulda Ósk Jónsdóttir. Mynd: KSÍ.
Hulda Ósk Jónsdóttir. Mynd: KSÍ.

Rúmenar náðu forystunni á 48. mínútu en Hulda Ósk Jónsdóttir úr Völsungi tryggði Íslendingum sigurinn en hún skoraði bæði mörk íslenska liðsins. Hún jafnaði metin á 57. mínútu og skoraði sigurmarkið á 71. mínútu.

Í hinum leik riðilsins höfðu Spánverjar betur gegn Írum, 2:1, en Ísland mætir Írlandi á miðvikudaginn.

mbl.is