Hulda og Sveinbjörn á Búvöllum eru “Þingeyski bóndinn 2016”

0
199

Hin árlega Bændagleði Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga var haldin í fimmta skipti á Sel-hóteli í Mývatnssveit sl. föstudagskvöld. Veislustjórar voru þeir félagar í Hundi í óskilum, Hjörleifur og Eiríkur. Búnaðarsambandið veitti hin árlegu verðlaun “Þingeyski bóndinn” og komu þau verðlaun að þessu sinni í hlut Svienbjörns Þórs Sigurðssonar og Huldu Kristjánsdóttir á Búvöllum í Aðaldal.

Sveinbjörn og Hulda á Búvöllum
Sveinbjörn og Hulda á Búvöllum

Hulda og Sveinbjörn á Búvöllum hafa áratugum saman rekið kúa og sauðfjárbú af miklum myndarskap og hefur það verið í hópi afurðamestu búa í sýslunni sem og á landsvísu.

Snyrtimennska og góðir búskaparhættir eru í hávegum höfð á Búvöllum og eru þau Hulda og Sveinbjörn því vel að verðlaununum komin.

Guðrún Tryggvadóttir formaður Búnaðarsambands Suður -Þingeyinga af henti þeim hjónum verðlaunin, sem var innrammað viðurkenningarskjal og málverk eftir Hólmfríði Bjartmarsdóttur á Sandi í Aðaldal.