Hugleiðing – Örn Byström

Örn Byström á Einarsstöðum skrifar

0
595

Nú styttist í sveitarstjórnarkosningar og spurt er -“Um hvað er kosið ?” Mér finnst að í sveitarfélagi okkar ríkji stöðnun og algjört áhugaleysi. Framtíðarsýnin er engin-Stefna ráðamanna virðist vera sú að gera sem minnst. Engin umræða virðist fara fram um að reyna að spyrna við fótum og reyna að fjölga íbúum Ekkert er gert til að auglýsa sveitarfélagið út á við, sem góðan kost til búsetu -lóðaframboð er ekkert -allavegana þá veit engin um þær lóðir ,hvað þá að reynt sé að hvetja ungt fólk til fjárfestingar í sveitarfélaginuog byggja hér.

Byggja hér kann einhver að spyrja -afhverju halda menn að einhverjir vilji byggja hérna. -og það er von að spurt sé . Hvað hefur sveitarstjórn gert í uppbyggingu í atvinnumálum-jú það sem þeir gerðu var að festa kaup á atvinnuhúsnæði undir slökkviliðið. Hér vantar sárlega þjónustu við íbúa sem þar var til staðar. Ég hélt að með auknum fjölda íbúa skiluðu sér auknar skatttekjur í sveitasjóð. Sagt er að Húsvíkingar ætli stóriðju sinni að greið engin fasteignagjöld fyrstu 10 árin sem verksmiðjan starfar -Gætum við ekki boðið ódýrar lóðir til húsbygginga og lánað lóðakostnað og gatnagerðargjöld til t.d. 10-15 ára.

Sveitarstjórn veit kannski ekki að að haustið 2018 verða opnuð Vaðlaheiðagöng sem koma til með að stækka atvinnusvæðið verulega. Hvers vegna á að útiloka þann möguleika að fólk vilji byggja í okkar sveitarfélagi. Það verður t.d. ekki langt úr Fnjóskadalnum að sækja vinnu til Akureyrar.

Það þurfti ekki hér áður fyrr að sparka í Þingeyinga til athafna en asskoti er þetta nú aum sveitarstjórn sem við höfum. Ég held að þeir skari fyrst og fremst eld að sinni köku.

Allavegana ætla ég 75 ára gamall kjósandi ekki að kjósa þá til að leggja grunnin að uppbyggilegu sveitarfélagi. Þá treysti ég betur félögum mínum í bocciadeild Eldri Borgara.