HSÞ blakkonur Íslandsmeistarar í 6. deild

0
379
Loka helgi Íslandsmóts BLÍ 2016-2017 var helgina 17-19 mars og urðu HSÞ blakkonur Íslandsmeistarar í 6. deild. Þær munu því spila í 5. deild á næsta Íslandsmóti BLÍ. Í öðru sæti var Stjarnan D, og í því þriðja var Þróttur R b.
Spilaðar voru 2 umferðir yfir 3 helgar, 4-6 nóvember, 13-15 janúar og 17-19 mars. 8 lið voru í 6. deild ásamt liði HSÞ og spiluðu þær því 14 leiki. Alls eru 7 kvenna deildir og 2 karla deildir.
Í liðinu eru konur úr hinum ýmsu félögum HSÞ: Eflingu, Geisla, Völsungi og Gaman og alvöru. Keppendur voru: Freydís Anna Arngrímsdóttir, Helga Sigurbjörg Gunnarsdóttir, Hildur Rós Ragnarsdóttir, Jóna Kristín Gunnarsdóttir, Kristjana Kristjánsdóttir, Ólöf Ellertsdóttir Hammer, Sigríður Anna Jónsdóttir, Sunna Sæmundsdóttir og Svanhildur Kristjánsdóttir.
HSÞ blakkonur vilja þakka Nestorfunni fyrir góðan styrk til þeirra.