Hrútavinir í Hriflu

0
140

Heimilifólkið í Hriflu fékk heldur betur óvænta og alveg bráðskemmtilega heimsókn s.l. föstudag. Þær svilkonur Margrét Snorradóttir og Guðbjörg Jónsdóttir voru í óða önn að taka slátur og ekki viðbúnar gestakomu. Þær sjá þá hvar rúta rennur heim í hlað og út stíga Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra, Sigurður Sigurðsson dýralæknir, Jóhannes Kristjánsson eftirherma, Sigurður Þ Ragnarsson verðurfræðingur, Björn Ingi Bjarnason formaður Hrútavinafélagsins Örvars og fleira gott fólk. Með í rútunni var forystusauðurrinn Gorbatsjov ættaður frá Brúnastöðum, áður í eigu Guðna Ágústssonar, Gorbi er uppstoppaður og var á leiðinni í Fræðasetur um forustufé að Svalbarði í Þistilfirði, þar sem formleg afhending átti að fara fram, en þess má líka geta að verið var að mynda ferðalagið, stefn er að því að sýna afraksturinn á ÍNN í vetur. Samferðafólkið voru Hrútavinir, á skemmti og fræðsluferð. Lagt var af stað með Gorbatjov frá Eyrarbakka á fimmtudag og viðkoma höfð á mörgum stöðum á leiðinni norður m.a. í Höfða í Reykjavík, Hvanneyri, Hólum, Sauðárkróki, Akureyri, Hriflu og víðar.

Hrútavinir heilsuðu uppá heimafólk og vildi endilega fá að taka myndir af þeim með Gorbatjov. Var þetta hin hressilegasta heimsókn og mikið hlegið að uppátækinu.

Gorbatsjov fær nú varanlega búsetu í Fræðasetrinu, hann var borinn þangað inn með viðhöfn, Guðni Ágústsson, heiðursforseti félagsins, álítur að Gorba muni líka vistin vel í Norður Þingeyjarsýslu enda er þar mekka forystufjár. Gorbi sómir sér vel á sviðinu við hlið Fengs frá Ytra-Álandi. Meðfylgjandi myndir eru frá Birni Inga Björnssyni.

Guðni, Jóhannes, Magrét, Guðbjörg, Hávar og Björn Ingi formaður Hrútavinafélagsins Örvars.
Guðni, Jóhannes, Magrét, Guðbjörg, Hávar og Björn Ingi formaður Hrútavinafélagsins Örvars.

 

 

 

 

 

 

 

Margrét og Guðbjörg  örugglega skellihlægjandi en Gorbi alvarlegur.
Margrét og Guðbjörg með svunturnar og alveg skellihlægjandi en sennilega er komin  ferðaþreyta í Gorba.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

tveir sveitastrákar Guðni og Hávar Sigtryggsson.
tveir sveitastrákar Guðni og Hávar Sigtryggsson.